Almenningsklósett

Almenningsklósett

Hvað viltu láta gera? Sómasamleg almenningsklósett á Klambratún. Hvers vegna viltu láta gera það? Flott og vinsælt útivistarsvæði fyrir unga sem aldna árið um kring og langt fram eftir á björtum sumarkvöldum. það er ekki boðlegt að geta ekki komist á klósett!

Points

Myndin birtist ekki rétt og ég get ekki lagað það.

Það sárvantar salerni á Klambratún. Eins og er nýtir fólk sér salernið á Kjarvalsstöðum en eftir lokun veit ég hreinlega ekki hvar fólk gerir þarfir sínar en einhvers staðar verður fólk að létta á sér. Sem dæmi má nefna að í Kjarnaskógi á Akureyri er salernisaðstaða.

Fjölsótt alemmingssvæði sem á bara eftir að verða vinsælla. Með öllu því sem hægt er að gera við Klambratun þá lengist sá tími sem hver einstaklingur dvelst þar á svæðinu. Frumforsenda er að geta farið á klósett til að njóta dagsins

Löngu tímabært!

Löngu tímabært og líklega auðveldast væri að tengja klósettið við Kjarvalsstaðir - til að lækka rekstrarkostnað og auðvelda umhirðu.

Nauðsynlegt að geta komist á salerni því fólk safnast þarna saman á sumarkvöldum, leiðinlegt að sjá fólk laumast í runnana

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information