Sameining höfuðborgarsvæðisins í eitt sveitarfélag

Sameining höfuðborgarsvæðisins í eitt sveitarfélag

Sameining höfuðborgarsvæðisins í eitt sveitarfélag

Points

Ég vil að Reykjavík stuðli að sameiningu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í eina rekstrareiningu. Í stað bæjarstjórna og endalausra nefnda og ráða má gera því skóna að hvert bæjarfélag hafi sitt hverfaráð sem hefur vald til að skjóta málum til sameinaðrar yfirstjórnar þessa nýja sveitarfélags. Með þessu móti yrðu byggðasamlögin úr sögunni og þau fyrirtæki kæmust á bein fjárlög frá hinu stóra sveitarfélagi. Þannig myndu ákvarðanir verða teknar hraðar og framkvæmdir þar af leiðandi örari.

Sameining sveitarfélaganna myndi koma í veg fyrir þá samkeppni sem þó ríkir á milli sveitarfélagana um að veita sem besta þjónustu og leggja á sem lægsta skatta. Það veitir óneitanlega ákveðið neytendaaðhald að ef bæjarfélag stendur sig ekki í stykkinu, þá getur það misst burt útsvarsgreiðendur. Eins ef það stendur sig laðar það að fleiri og auðugari íbúa. Nógu slæm er nú ástandið samt.

"Samkeppni" eru kjánaleg rök. Það þarf klárlega meiri samvinnu milli sveitarstjórnareininga höfuðborgarsvæðisins, en slíkt mætti betur ná fram með sameiginlegu höfuðborgarráði sem er samsett af fulltrúum hvers hverfis. Það er erfitt að ímynda sér að eitt sveitarfélag sem spannar allt höfuðborgarsvæðið geti sinnt íbúum í öllum smáhverfunum jafn vel og vel skipulögð hverfi með sjálfstætt ákvörðunarvald.

Það að breyta bæjarfélögum í stór hverfi undir Sameinaðri Höfuðborg® mun færa valdið ennþá lengra frá borgurunum. Það hefur sjaldan reynst vel að sópa valdi saman í miðstýrt apparat til að geta komið breytingum af stað. Marktækasta breytingin verður sú að þú hefur minna vald í höndunum eftir á (sjá Sovétríkin). Betra væri að færa frekari völd frá borginni beint til hverfanna. Samvinna er lausnin, ekki miðstýring.

Það er auðvitað voða fallegt að hugsa sér að sameinað sveitarfélag tæki með sér aðeins það besta úr öllum. En það gæti líka alveg eins tekið með sér það versta eða þróast á verri veg. Hvert fara menn þá? Með því að hafa val um að flytja í t.d. Kópavog ef leikskólakerfið er vonlaus í Reykjavík virkar Kópavogur sem hvatning fyrir Reykjavík til að standa sig betur. Eins og þetta er hefur fólk líka val og þarf ekki að sætta sig við það eina sem er í boði.

Í dag eru skipting sveitarfélagana byggð á handahófskenndum landfræðilegum línum frá þegar bæjirnir voru stofnaðir. Með sameiningu væri hægt að skipta hverfunum eftir rökrænni leiðum, t.d. íbúafjölda og ná þar skynsamari valddreifingu innan nýrra hverfa. Framtíðaruppbygging húsnæðis og samgönguskipulag yrði samræmdara og ég trúi ekki öðru en að yfirbygging yrði ódýrari, þó ekki bara við að losna við auka bæjarstjóratitla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information